Máni – Árborg 1-4 (3-3)

Máni – Árborg 1-4 (3-3)

Skoðun leiks

Mummi skoraði sjöttu hröðustu þrennuna í sögu Árborgar. arborgfc.net/GK

Árborg lagði Mána í hörkuleik á Hornafirði á kjördag, 31. maí. Það er skemmst frá því að segja að Árborg vann sanngjarnan sigur við erfiðar aðstæður en lokatölur urðu 1-4.

Árborg hóf leikinn á stórsókn og eftir þriggja mínútna leik hafði Mummi tvívegis sloppið inn einn á móti markverði. Fyrsta markið kom þó ekki fyrr en á 13. mínútu þegar Mummi klippti boltann í markið eftir klafs í teignum uppúr hornspyrnu frá Pálma.

Mummi var langt frá því að vera hættur því að á 19. mínútu fengu Árborgarar aukaspyrnu eftir að brotið var á Tómasi Sjöberg við vítateig Mána. Eiríkur Raphael tók aukaspyrnuna og Mummi stakk sér fram fyrir alla og setti boltann með hægri fæti niðri í vinstra hornið. Stórglæsilegt mark. 

Árborg hélt áfram að sækja og á 35. mínútu kórónaði Mummi þrennuna þegar hann stökk manna hæst í teignum og stangaði hornspyrnu frá Pálma í netið. Þrjú núll í hálfleik.

Árborg byrjaði með boltann í seinni hálfleik, þar sem Arnar tók upphafsspyrnuna og renndi henni á Eirík. Fyrirliðinn gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í átt að marki Mána. Markmaður Mána virtist vera með stjórn á boltanum en náði ekki að handleika hann enda boltinn blautur og spyrnan föst. 

Annars var jafnræði með liðunum í síðari hálfleik þar sem leikurinn einkenndist af barningi á rennblautum vellinum. Mánamenn minnkuðu muninn í 1-4 á 50. mínútu eftir hornspyrnu og klafs í teignum en fleiri urðu mörkin ekki.