{"id":26,"date":"2023-05-11T13:11:06","date_gmt":"2023-05-11T13:11:06","guid":{"rendered":"https:\/\/www.arborgfc.net\/?p=26"},"modified":"2023-05-11T15:22:08","modified_gmt":"2023-05-11T15:22:08","slug":"sagan","status":"publish","type":"post","link":"https:\/\/www.arborgfc.net\/sagan\/","title":{"rendered":"Sagan"},"content":{"rendered":"\n
\"Sagan\"<\/figure>\n\n\n\n

\u00dea\u00f0 var \u00e1 haustd\u00f6gum 2000 a\u00f0 nokkrir ungir bjarts\u00fdnismenn veltu fyrir s\u00e9r a\u00f0 stofna knattspyrnuf\u00e9lag sem t\u00e6ki \u00fe\u00e1tt \u00ed \u00cdslandsm\u00f3ti. \u00de\u00e1 um hausti\u00f0 h\u00f6f\u00f0u \u00feeir f\u00e9lagarnir lent \u00ed \u00f6\u00f0ru s\u00e6ti \u00ed sunnlensku utandeildinni me\u00f0 li\u00f0i s\u00ednu. Li\u00f0i\u00f0 h\u00e9t Lesb\u00edskir m\u00e1var. Stofnfundur Knattspyrnuf\u00e9lags \u00c1rborgar var haldinn \u00e1 Selfossi \u00feann 5. n\u00f3vember 2000. Stofnf\u00e9lagar voru 24 talsins. \u00c1 fundinum var fyrsta stj\u00f3rn f\u00e9lagsins kosin og hafa litlar breytingar or\u00f0i\u00f0 \u00e1 henni s\u00ed\u00f0an \u00fe\u00e1.<\/p>\n\n\n\n

Fyrsta verk stj\u00f3rnar var a\u00f0 r\u00e1\u00f0a \u00fej\u00e1lfara. Til starfsins var r\u00e1\u00f0inn Sigur\u00f0ur B. J\u00f3nsson, sj\u00fakranuddari \u00ed Hverager\u00f0i, reyndur leikma\u00f0ur m.a. me\u00f0 \u00cdA, KR og FH. \u00c1rborg h\u00f3f keppni \u00e1 \u00cdslandsm\u00f3tinu innanh\u00fass 2001 \u00ed 4. deild. \u00dea\u00f0 er skemmst fr\u00e1 \u00fev\u00ed a\u00f0 segja a\u00f0 li\u00f0i\u00f0 sigra\u00f0i alla s\u00edna leiki, lauk keppni me\u00f0 markat\u00f6luna 21-5 og f\u00e6r\u00f0ist upp um deild. \u00c1 \u00cdslandsm\u00f3tinu utanh\u00fass 2001 lauk li\u00f0i\u00f0 keppni \u00ed 4. s\u00e6ti B-ri\u00f0ils 3. deildar me\u00f0 13 stig og \u00fe\u00f3tti \u00fea\u00f0 vi\u00f0unandi \u00e1rangur \u00e1 fyrsta \u00e1ri f\u00e9lagins \u00ed \u00cdslandsm\u00f3ti. F\u00e9lagi\u00f0 komst \u00ed 32-li\u00f0a \u00farslit Coca-Cola bikars KS\u00cd en f\u00e9ll naumlega \u00far keppni eftir tap gegn 1. deildarli\u00f0i Stj\u00f6rnunnar \u00ed mj\u00f6g eftirminnilegum leik. Um hausti\u00f0 var \u00c1rborg h\u00e9ra\u00f0smeistari \u00ed meistaraflokki karla.<\/p>\n\n\n\n

\u00cd jan\u00faar 2002 keppti \u00c1rborg enn \u00e1 n\u00fd innanh\u00fass og f\u00f3r aftur taplaust gegnum m\u00f3ti\u00f0 og raklei\u00f0is upp \u00ed 2. deild me\u00f0 markat\u00f6luna 21-3. Um vori\u00f0 st\u00f3\u00f0 f\u00e9lagi\u00f0 fyrir deildarbikarkeppni 3. deildarli\u00f0a \u00e1samt \u00c6gism\u00f6nnum. \u00dear var\u00f0 \u00c1rborg \u00ed 2. s\u00e6ti me\u00f0 jafnm\u00f6rg stig og Bruni, sem sigra\u00f0i. \u00cdslandsm\u00f3ti\u00f0 utanh\u00fass h\u00f3fst s\u00ed\u00f0an \u00ed ma\u00ed og lauk li\u00f0i\u00f0 keppni \u00ed 3. s\u00e6ti A-ri\u00f0ils 3. deildar me\u00f0 23 stig. Stefnan var sett \u00e1 \u00farslitakeppni deildarinnar en \u00fea\u00f0 takmark n\u00e1\u00f0ist ekki. Li\u00f0i\u00f0 komst ekki \u00e1 skri\u00f0 \u00ed upphafi m\u00f3ts og muna\u00f0i \u00ed lokin 5 stigum \u00e1 \u00c1rborg og KFS sem f\u00f3r \u00ed \u00farslitakeppnina \u00e1samt Fj\u00f6lni. B\u00e6\u00f0i \u00feessi li\u00f0 f\u00f3ru s\u00ed\u00f0an upp \u00ed 2. deild. \u00c1rborg f\u00e9ll \u00far keppni \u00ed fyrstu umfer\u00f0 Coca-Cola bikars KS\u00cd \u00feegar li\u00f0i\u00f0 tapa\u00f0i 4-1 fyrir U23 \u00e1ra li\u00f0i \u00der\u00f3ttar Rvk. Var\u00f0 h\u00e9ra\u00f0smeistari anna\u00f0 \u00e1ri\u00f0 \u00ed r\u00f6\u00f0. \u00cd desemberbyrjun var s\u00ed\u00f0an aftur haldi\u00f0 \u00e1 \u00cdslandsm\u00f3ti\u00f0 innanh\u00fass \u00fear sem li\u00f0i\u00f0 h\u00e9lt s\u00e6ti s\u00ednu \u00ed n\u00e6st efstu deild en vann a\u00f0eins einn sigur \u00ed \u00feremur leikjum og lauk \u00fear me\u00f0 \u00f3slitinni sigurg\u00f6ngu li\u00f0sins innanh\u00fass. Sigur\u00f0ur B. var \u00ed br\u00fanni \u00e1ri\u00f0 2002 og var endurr\u00e1\u00f0inn fyrir t\u00edmabili\u00f0 2003.<\/p>\n\n\n\n

\u00c1ri\u00f0 2003 h\u00f3f \u00c1rborg leik me\u00f0 \u00fev\u00ed a\u00f0 tryggja s\u00e9r Ingh\u00f3lsbikarinn, eftir har\u00f0a keppni vi\u00f0 Skallagr\u00edm. A\u00f0 hausti var s\u00ed\u00f0an HSK meistaratitillinn \u00ed h\u00fasi, \u00feri\u00f0ja \u00e1ri\u00f0 \u00ed r\u00f6\u00f0. \u00deetta voru einu afrek li\u00f0sins \u00e1 \u00e1rinu \u00fev\u00ed gengi\u00f0 \u00ed \u00cdslandsm\u00f3tinu var ekki samkv\u00e6mt v\u00e6ntingum. Li\u00f0i\u00f0 ger\u00f0i jafntefli \u00ed tveimur fyrstu leikjunum og eyddi \u00fev\u00ed sumrinu \u00ed a\u00f0 elta efstu li\u00f0in, Leikni og Reyni. \u00der\u00e1tt fyrir a\u00f0 lenda a\u00f0eins \u00ed 4. s\u00e6ti var \u00c1rborg eina li\u00f0i\u00f0 sem s\u00fdndi toppli\u00f0unum almennilega samkeppni. Tap gegn Hamri og jafntefli vi\u00f0 Afr\u00edku voru \u00farslit sem ger\u00f0u ekkert til a\u00f0 h\u00edfa okkur upp t\u00f6fluna. Li\u00f0i\u00f0 f\u00e9ll \u00far leik \u00ed 1. umfer\u00f0 bikarkeppninnar eftir tap gegn V\u00ed\u00f0i. N\u00fd fj\u00e1r\u00f6flun var uppi \u00e1 bor\u00f0inu en \u00c1rborg s\u00e1 um h\u00e1t\u00ed\u00f0ina Sumar \u00e1 Selfossi og heppna\u00f0ist afskaplega vel. \u00cd lok \u00e1rs var r\u00e1\u00f0inn n\u00fdr \u00fej\u00e1lfari til f\u00e9lagsins, P\u00e1ll Gu\u00f0mundsson, margreyndur kappi sem l\u00e9k m.a. me\u00f0 Leiftri, \u00cdBV og \u00cdA. Fyrsta verkefni hans var a\u00f0 fara me\u00f0 li\u00f0i\u00f0 \u00e1 \u00cdslandsm\u00f3ti\u00f0 innanh\u00fass \u00fear sem \u00c1rborg vann ekki leik og f\u00e9ll ni\u00f0ur \u00ed 3. deild.<\/p>\n\n\n\n

\u00c1ri\u00f0 2004 n\u00e1\u00f0i li\u00f0i\u00f0 s\u00ednum besta \u00e1rangri \u00e1 \u00cdslandsm\u00f3tinu. \u00c1rborg lauk keppni \u00ed 3. s\u00e6ti A-ri\u00f0ils 3. deildar, a\u00f0eins tveimur stigum fr\u00e1 \u00farslitas\u00e6ti. Li\u00f0i\u00f0 l\u00e9k vel \u00feegar l\u00ed\u00f0a t\u00f3k \u00e1 sumari\u00f0 og var me\u00f0 \u00ed bar\u00e1ttunni fram \u00ed lokaumfer\u00f0ina. \u00c1rborg f\u00e9ll \u00far keppni \u00ed VISA-bikarnum \u00ed 32-li\u00f0a \u00farslitum eftir framlengdan og mj\u00f6g eftirminnilegan leik gegn Gr\u00f3ttu \u00e1 Seltjarnarnesi. Li\u00f0i\u00f0 h\u00e9lt vorm\u00f3t fyrir 3. deildarli\u00f0in, HM-bikarinn og hafna\u00f0i \u00fear \u00ed 2. s\u00e6ti \u00e1 eftir Gr\u00f3ttu. HSK bikarinn var l\u00edka \u00ed h\u00fasi, fj\u00f3r\u00f0a \u00e1ri\u00f0 \u00ed r\u00f6\u00f0, en n\u00fa eftir \u00f3venju har\u00f0a keppni. \u00c1rborg keppti fyrir h\u00f6nd HSK \u00e1 Landsm\u00f3ti UMF\u00cd. Uppskeran var 6. s\u00e6ti\u00f0 en li\u00f0i\u00f0 vakti athygli fyrir skemmtilega framkomu innan vallar sem utan \u00fear sem l\u00e9ttleikinn var \u00ed fyrirr\u00fami. St\u00e6rstu fj\u00e1raflanir \u00feessa \u00e1rs var Sumar \u00e1 Selfossi og \u00fe\u00f6kulagning \u00ed Fosslandi. \u00c1rborgarinn kom \u00fat a\u00f0 venju og vakti mikla lukku eins og alltaf.<\/p>\n\n\n\n

Anno horribilis, e\u00f0a \u00e1ri\u00f0 2005. Li\u00f0i\u00f0 byrja\u00f0i illa \u00ed deildarbikarnum og vann ekki leik frekar en fyrri daginn, en var \u00ed sterkum ri\u00f0li. Li\u00f0i\u00f0 f\u00e9ll \u00far leik \u00ed 1. umfer\u00f0 VISA-bikarsins eftir br\u00e1\u00f0abana \u00ed v\u00edtaspyrnukeppni gegn Hv\u00edta riddaranum. Li\u00f0inu gekk s\u00ed\u00f0an afleitlega \u00ed upphafi \u00cdslandsm\u00f3tsins og var a\u00f0eins me\u00f0 \u00ferj\u00fa stig eftir fyrri umfer\u00f0ina. Li\u00f0i\u00f0 hysja\u00f0i upp um sig buxurnar \u00ed s\u00ed\u00f0ari umfer\u00f0inni og tapa\u00f0i a\u00f0eins tveimur leikjum, gegn Reyni og Sindra sem b\u00e6\u00f0i f\u00f3ru upp \u00ed 2. deild. Li\u00f0i\u00f0 glata\u00f0i s\u00ed\u00f0an HSK-bikarnum eftir fj\u00f6gurra \u00e1ra sigurg\u00f6ngu og hlaut bronsver\u00f0laun \u00ed m\u00f3tinu. A\u00f0 loknu t\u00edmabilinu var Sigur\u00f0ur Einar Gu\u00f0j\u00f3nsson, fyrrum leikma\u00f0ur li\u00f0sins, r\u00e1\u00f0inn \u00fej\u00e1lfari. Hans fyrsta verkefni var \u00cdslandsm\u00f3ti\u00f0 innanh\u00fass \u00fear sem li\u00f0i\u00f0 n\u00e1\u00f0i s\u00ednum besta \u00e1rangri og h\u00e9lt s\u00e6ti s\u00ednu \u00ed B-deild. <\/p>\n\n\n\n

\u00c1ri\u00f0 2006 r\u00e9tti li\u00f0i\u00f0 t\u00f6luvert \u00far k\u00fatnum undir stj\u00f3rn n\u00fds \u00fej\u00e1lfara. \u00cd deildarbikarnum vann li\u00f0i\u00f0 sinn fyrsta leik og lauk leik \u00ed 2. s\u00e6ti ri\u00f0ilsins \u00ed C-deildinni. \u00cd VISA-bikarnum vann li\u00f0i\u00f0 st\u00f3rsigur \u00e1 Hrunam\u00f6nnum \u00ed 1. umfer\u00f0 en f\u00e9ll svo \u00far leik \u00ed 2. umfer\u00f0 eftir spennandi leik vi\u00f0 \u00cdR-inga \u00e1 \u00fativelli. Li\u00f0i\u00f0 f\u00f3r a\u00f0 venju h\u00e6gt af sta\u00f0 \u00e1 \u00cdslandsm\u00f3tinu en tapa\u00f0i a\u00f0eins einum leik \u00ed s\u00ed\u00f0ari umfer\u00f0inni og vann s\u00f6gulega sigra. Li\u00f0i\u00f0 lauk leik \u00ed 5. s\u00e6ti B-ri\u00f0ils. \u00c1 \u00cdslandsm\u00f3tinu innanh\u00fass h\u00e9lt li\u00f0i\u00f0 s\u00e6ti s\u00ednu \u00ed B-deild \u00ed fyrsta skipti. \u00dej\u00e1lfarasamningur vi\u00f0 Sigur\u00f0 Einar var endurn\u00fdja\u00f0ur og J\u00f3hann Bjarnason, fyrirli\u00f0i til margra \u00e1ra, r\u00e1\u00f0inn inn \u00ed \u00fej\u00e1lfarateymi\u00f0.<\/p>\n\n\n\n

\u00c1ri\u00f0 2007 h\u00f3fst a\u00f0 venju \u00e1 deildarbikar, sem n\u00fa kalla\u00f0ist Lengjubikarinn. \u00c1rborg var\u00f0 \u00ed 3. s\u00e6ti \u00ed j\u00f6fnum ri\u00f0li. Um mi\u00f0jan apr\u00edl sag\u00f0i Sigur\u00f0ur Einar upp st\u00f6rfum af pers\u00f3nulegum \u00e1st\u00e6\u00f0um og J\u00f3hann Bjarnason t\u00f3k alfari\u00f0 vi\u00f0 \u00fej\u00e1lfun li\u00f0sins.<\/p>\n\n\n\n

St\u00e6rstu fj\u00e1raflanir f\u00e9lagsins, fyrstu \u00e1rin, voru \u00fatpl\u00f6ntum \u00e1 trj\u00e1m \u00ed samstarfi vi\u00f0 Su\u00f0urlandssk\u00f3ga. \u00dear hafa leikmenn og stu\u00f0ningsmenn n\u00fa planta\u00f0 samtals 75.000 pl\u00f6ntum \u00e1 fj\u00f3rum j\u00f6r\u00f0um \u00e1 Su\u00f0urlandi. \u00de\u00e1 er \u00e1rlega haldinn stu\u00f0ningsmannadansleikur \u00fear sem fram kemur fj\u00f6ldi hlj\u00f3msveita. Auk \u00feess gefur f\u00e9lagi\u00f0 \u00fat kynningarbla\u00f0, \u00c1rborgarann \u00fear sem styrktara\u00f0ilar f\u00e9lagsins eru kynntir. S\u00ed\u00f0ustu fj\u00f6gur \u00e1r hefur st\u00e6rsta fj\u00e1r\u00f6flun f\u00e9lagins veri\u00f0 umsj\u00f3n me\u00f0 h\u00e1t\u00ed\u00f0inni Sumar \u00e1 Selfossi. Undir stj\u00f3rn \u00c1rborgara hafa h\u00e1t\u00ed\u00f0arh\u00f6ldin fari\u00f0 vaxandi \u00e1r fr\u00e1 \u00e1ri og fest sig \u00ed sessi hj\u00e1 b\u00e6jarb\u00faum<\/p>\n\n\n\n